Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ókeypis í sund fyrir grunnskólabörn í Reykjanesbæ
Föstudagur 30. desember 2005 kl. 10:53

Ókeypis í sund fyrir grunnskólabörn í Reykjanesbæ

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt samhljóða tillögu sjálfstæðismanna til bæjarstjórnar um að börn sem búsett eru í Reykjanesbæ á grunnskólaaldri og yngri fái frítt í sund á sundstöðum Reykjanesbæjar frá og með næstu áramótum 2005/2006 

Þessi tillaga er í samræmi við hvatningu menningar- íþrótta- og tómstundaráðs um nauðsyn þess að leita leiða til að auka hreyfingu barna. Einnig komu fram svipaðar ábeningar á íbúaþingi sem haldið var í Reykjanesbæ í september s.l.

Í vor verður opnuð ný innisundlaug við hlið útilaugar að Sunnubraut. Á milli lauganna hefur einnig verið komið fyrir vatnsleikjagarði fyrir yngstu kynslóðina.

Nú mun þessi aðstaða bjóðast ókeypis öllum grunnskólabörnum í bænum og þeim sem yngri eru. Auk þessa hóps býðst eftirlaunaþegum og öryrkjum að fara ókeypis í sund í sundlaugum Reykjanesbæjar.  Í bænum eru fjórar sundlaugar, þar af tvær almenningslaugar, auk þeirrar sem tekin verður í notkun í vor.

Af vef Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024