Ókeypis fyrir heimili að losa rusl
– í dag og á morgun. Umhverfisdagar á Suðurnesjum.
Þessa viku eru íbúar allra sveitarfélaga á Suðurnesjum hvattir til þátttöku í fegrun og snyrtingu umhverfisins. „Stöndum öll saman að því að halda umhverfi okkar hreinu og notum umhverfisdagana til að hreinsa til í kringum okkur og koma ruslinu frá okkur,“ segir í tilkynningu um umhverfisdaga sem standa yfir á Suðurnesjum. Dagarnir hófust 22. apríl og standa til laugardagsins 26. apríl.
Gjaldfrjálsir dagar fyrir heimilin á Suðurnesjum verða hjá Kölku föstudagunn 25. og laugardaginn 26. apríl.
Öll heimili á Suðurnesjum geta losað sig við rusl og annan úrgang án þess að greiða fyrir á staði sem tilgreindir eru hér að neðan þessa tvo daga.
Móttökustaðir fyrir rusl og annan úrgang eru eftirtaldir:
Í Vogum á gámaplani Kölku við Jónsvör
Í Grindavík á gámaplani Kölku við Nesveg
Í Garði á lóð áhaldahúss bæjarins við Gerðaveg
Í Sandgerði á lóð áhaldahúss bæjarins við Strandgötu.
Í Reykjanesbæ eru þrjú eftirtalin móttökusvæði:
Á gámaplani Kölku í Helguvík
Á gatnamótum Engjadals og Trönudals í Innri – Njarðvík
Á plani við Grænásbraut 920 (Top of the Rock) á Ásbrú
Gjaldfrjálsir opnunartímar á móttökusvæðum eru frá kl. 13:00. til 18:00 föstudaginn 25. apríl og frá kl. 10:00 til 18:00 laugardaginn 26. apríl.
Starfsmenn Kölku munu taka vel á móti fólki. Munið að það flýtir mikið fyrir að koma með ruslið vel flokkað. Nánari upplýsingar má fá hjá Kölku í síma 421-8010.