Ókeypis blóðsykursmælingar í dag
Lionsfélagar efna til ókeypis sykursýkimælinga um allt land á næstunni í tilefni af alþjóðadegi sykursjúkra. Þar getur einn blóðdropi skipt sköpum en mælingin er ofureinföld og tekur skamma stund. Lionsklúbbarnir á Suðurnesjum og Lionessuklúbbur Keflavíkur standa að blóðsykurmælingum á Suðurnesjum.
Félagar í Lionsklúbbnum Keili í Vogum verða með blóðsykurmælingu í Iðndal 2 í Vogum á laugardag, 16. nóvemver, kl. 13-16. Lionsklúbbarnir í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði og Lionessuklúbbur Keflavíkur verða svo með blóðsykurmælingar í Nettó Krossmóa laugardaginn 16. nóvember kl. 13-16. Blóðsykurmælingarnar eru studdar af Lyfju.