Ókeypis ávöxtum vísað til fjárhagsáætlunarvinnu
Hugmynd um að í öllum skólum Reykjanesbæjar verði tekið upp sama fyrirkomulag og er nú í Stapaskóla þar sem nemendum stendur til boða að fá ávexti sér að kostnaðarlausu var tekin fyrir í menntaráði Reykjanesbæjar á dögunum.
Ókeypis ávöxtur í skólanum er byggður á Heillaspor (e. Nurture), segir í gögnum fundarins. Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi fór yfir málið. Menntaráð vísar framkominni tillögu til fjárhagsáætlunarvinnu Reykjanesbæjar.