Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ók yfir Pincher-tík og stakk af
Fimmtudagur 17. nóvember 2011 kl. 11:52

Ók yfir Pincher-tík og stakk af

Ökumaður á hvítum bíl ók yfir litla Pincher-tík á Sólvallagötu í Keflavík síðdegis í gær. Ökumaðurinn ók á brott af vettvangi án þess að nema staðar og athuga hvað hafi gerst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Atvikið átti sér stað um klukkan fimm síðdegis í gær og segir eigandi hundsins að hann hafi dáið samstundis en eigandi dýrsins varð vitni að því þegar bifreiðinni var ekið yfir dýrið.

„Ég vona að sá sem var valdur að þessu geri sér grein fyrir gjörðum sínum eins og góðri manneskju sæmir, því þetta var bara slys. Keyrt var yfir lifandi veru en ekki grjót. Þetta var mikill missir og sorg fyrir eigendur,“ segir eigandi dýrsins í pósti til Víkurfrétta þar sem hann vill höfða til þess sem ók hvíta bílnum á Pincher-tíkina hans síðdegis í gær.


Vettvangurinn þar sem ekið var á tíkina síðdegis í gær er ennþá blóði drifin eins og sést á meðfylgjandi mynd sem tekin var þar nú áðan.