Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ók yfir á rauðu og reyndi að stinga lögreglu af
Laugardagur 9. desember 2006 kl. 10:58

Ók yfir á rauðu og reyndi að stinga lögreglu af

Um klukkan hálf fimm í nótt hugðist lögregla stöðva akstur bifreiðar sem ekið var á mikilli ferð suður Hringbraut í Keflavík. Var bifreiðinni ekið yfir gatnamót Hringbrautar og Skólavegar á móti rauðu ljósi. Var bifreiðinni veitt eftirför. Ökumaður ók svo inn á svæði Nesvalla við íþróttasvæði Njarðvíkur þar sem ökumaður og farþegi hlupu úr bifreiðinni. Þeir náðust skömmu síðar. Ökumaður er grunaður um ölvun við akstur og verður yfirheyrður þegar áfengisvíman telst runnin af honum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024