Ók utan í vegrið á Reykjanesbraut

Betur fór en á horfðist þegar ökumaður ók bifreið sinni utan í vegrið á Reykjanesbraut fyrr í vikunni með þeim afleiðingum að hún festist við vegriðið og var hún óökufær. Þurfti dráttarbifreið til að fjarlægja hana. Tveir voru í bifreiðinni og sluppu þeir án meiðsla. Ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Þá léku tveir ökumenn þann ljóta leik að aka á bifreiðir og stinga síðan af.

Skráningarnúmer voru fjarlægð af fimm bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar.