Ók út af Reykjanesbraut í hálku í nótt
Bifreið sem ekið var eftir Reykjanesbraut í nótt hafnaði utan vegar við Kúagerði. Mikil hálka var á Reykjanesbrautinni og rann bifreiðin út af veginum. Engin slys urðu á fólki við þetta óhapp og var bifreiðin í ökuhæfu ástandi.
Fleiri óhöpp hafa orðið í umferðinni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum, en þau hafa verið minni háttar.