Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ók undir áhrifum ópíumefnis
Þriðjudagur 8. apríl 2014 kl. 06:52

Ók undir áhrifum ópíumefnis

- Ökumaður undir áhrifum fíkniefna

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í fyrrakvöld akstur ökumanns á Grindavíkurvegi vegna gruns um að viðkomandi æki undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn, kona um tvítugt, var handtekin og færð á lögreglustöð. Sýnatökur þar staðfestu að hún hefði neytt amfetamíns, metamfetamíns og ópíumefnis.

Þá hafði lögregla afskipti af karlmanni á fertugsaldri vegna gruns um að hann væri með fíkniefni í fórum sínum. Svo reyndist vera því í pípu sem hann hafði búið um í sígarettupakka fannst meint kannabisefni. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að óskað hafði verið eftir að hann yrði handtekinn vegna afplánunar á vararefsingu.
Maðurinn heimilaði húsleit heima hjá sér og þar fannst talsvert af tóbaksblönduðu kannabisefni.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024