Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ók undir áhrifum og velti húsbíl
Húsbíll valt út af Reykjanesbraut við Kúagerði. Tveir voru í honum og vaknaði grunur lögreglu um að þeir væru undir áhrifum fíkniefna. VF-mynd: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 23. október 2018 kl. 13:41

Ók undir áhrifum og velti húsbíl

Nokkur umferðaróhöpp hafa orðið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Húsbíll valt út af Reykjanesbraut við Kúagerði. Tveir voru í honum og vaknaði grunur lögreglu um að þeir væru undir áhrifum fíkniefna. Þeir voru því handteknir og færðir á lögreglustöð. Sýnatökur sýndu jákvæðar niðurstöður á fíkniefnaneyslu ökumannsins. Hvorki ökumaður né farþegi voru í ástandi til að fara í skýrslutökur fyrr en í gærdag.
 
Þá var annari bifreið ekið út af Reykjanesbrautinni við Voga en sá ökumaður hafði sofnað undir stýri með fyrrgreindum afleiðingum.
 
Á Njarðarbraut varð svo árekstur þegar ökumaður ók aftan á bifreið sem var snögghemlað fyrir framan hann.
 
Ekki urðu alvarleg meiðsl í þessum umferðaróhöppum.

 
Ökumaður og farþegi húsbílsins handteknir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024