Ók undir áhrifum með þýfi í bílnum

Þess skal getið að ökumaðurinn var búinn að vera með ökuréttindin í einn dag þegar hann var stöðvaður í þetta skiptið og ef ólögleg fíkniefni finnast í blóðsýnum mun hann missa ökuleyfið aftur.
Þess má geta að á vef lögreglu er að finna sjö tilvik frá þriðjudegi sl. þar sem um er að ræða akstur undir áhrifum fíkniefna. Hefur þetta vandamál stóraukist og er nú svo komið að upp á síðkastið hafa mun fleiri verið teknir fyrir þær sakir en fyrir ölvunarakstur ef litið er á dagbók lögreglunnar á Suðurnesjum. Gildir einu þó þung viðurlög liggi við athæfinu, ökuleyfissvipting og háar fjársektir.
VF-mynd úr safni