Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ók undir áhrifum fíkniefna í Njarðvík
Föstudagur 19. ágúst 2011 kl. 09:51

Ók undir áhrifum fíkniefna í Njarðvík

Ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut við Fitjar í Njarðvík um átta leytið í gærkvöldi vegna gruns um akstur undir áhrifum. Í ljós kom að hann hafði verið sviptur ökuréttindum fyrir nokkru og var að auki nýbúinn að drepa í marijúanasígarettu þegar lögreglu bar að.

Við leit í bílnum fannst lítilræði af kannabisefnum. Auk ökumannsins voru tveir aðrir í bílnum og játaði annar þeirra að eiga efnin.

Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum var um að ræða þrjá karlmenn, eru tveir þeirra rúmlega tvítugir, en sá þriðji um þrítugt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024