Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 10. júní 2000 kl. 13:19

Ók slökkviliðsbíl frá Svíþjóð, um Noreg og til Keflavíkur

Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri kom til Keflavíkur í gærkvöldi með nýjan körfubíl slökkviliðsins eftir um 2000 kílómetra akstur um Svíþjóð, Noreg og frá Seyðisfirði um norðurland til Keflavíkur.Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja keypti körfubílinn í Svíþjóð en um er að ræða 20 ára gamlan en nær ókeyrðan bíl. Bíllinn á eftir að valda byltingu í starfsaðstöðu á brunastað en á svæði Brunavarna Suðurnesja eru margar háar byggingar. Þetta er fyrsti körfubíll liðsiðs í Keflavík en slökkviliðið í Keflavík hefur notið aðstoðar slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli ef körfubíl hefur vantað.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024