Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ók rútu utan í bílkrana og stakk af
Föstudagur 20. desember 2019 kl. 09:25

Ók rútu utan í bílkrana og stakk af

Nokkur umferðaróhöpp hafa orðið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum það sem af er vikunni en engin alvarleg slys á fólki. Stórri rútu var ekið utan í krana á dráttarbifreið á Grindavíkurvegi þar sem verið var að aðstoða ökumann með bilaðan bíl. Ökumaður rútunnar nam ekki staðar heldur stakk af.

Þá urðu tvö umferðaróhöpp í morgun. Annað átti sér stað á Garðvegi þar sem bifreið rann út af veginum og festist.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hitt var á Reykjanesbraut og var það minni háttar.

Fáeinir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur.