Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ók niður ljósastaur og hafnaði utan vegar
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 20. janúar 2022 kl. 13:19

Ók niður ljósastaur og hafnaði utan vegar

Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut í síðustu viku við byggðina í Innri Njarðvík. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í hálku. Bifreiðin snérist á veginum og á leið sinni út í móa hafnaði bíllinn á ljósastaur.

Staurinn gaf eftir, eins og lög gera ráð fyrir, og bíllinn staðnæmdist skammt frá án þess að velta. Kalla þurfti til dráttarbíl sem fjarlægði bifreiðina, sem var óökufær, úr móanum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024