Ók niður fánastangir í slökkvistarfi
Það óhapp varð í Reykjanesbæ í gær að ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og ók niður tvær fánastangir. Tildrög þessa voru þau að farþegi sem var í bíl mannsins missti sígarettuglóð á gólf bifreiðarinnar og var ökumaðurinn að reyna að slökkva glóðina með fætinum þegar hann ók á stangirnar. Þær brotnuðu við festingarnar og lágu við hlið bifreiðarinnar þegar lögreglan á Suðurnesjum kom á vettvang. Ekki urðu slys á fólki, en bíllinn var þó nokkkuð skemmdur og taldi ökumaður hann óökufæran eftir óhappið.