Ók langt yfir leyfilegum hámarkshraða
Ökumaður sem mældist á 121 km hraða í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina þar sem hámarkshraði er 50 km á klukkustund var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Hann greiðir svo 180 þúsund krónur í sekt. Auk hans voru á annan tug ökumanna kærðir fyrir of hraðan akstur.
Afskipti voru höfn af fleiri ökumönnum sem óku án ökuréttinda, grunaðir um fíkniefnaakstur og einn reyndist vera með falsað ökuskírteini.