Laugardagur 5. apríl 2014 kl. 13:15
Ók inn í Bílanaust
– ökumanni og farþega brugðið
Sumar ökuferðir enda öðruvísi en ætlað var. Þessi bifreið hafnaði inni á gólfi í Bílanausti við Krossmóa í Reykjanesbæ um miðjan dag í gær. Rúða í versluninni brotnaði og skemmdir urðu á bifreið á bílastæði framan við Bílanaust.
Ekki urðu alvarleg slys á fólki en ökumanni og farþega var brugðið.