Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ók inn á öryggissvæði í leit að húsi vinkonu
Lóur á túni með öryggishliðið í baksýn.
Mánudagur 12. janúar 2015 kl. 12:42

Ók inn á öryggissvæði í leit að húsi vinkonu

– undir áhrifum ópíumblandaðs efnis og kannabis.

Þrír ökumenn voru handteknir í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina vegna fíkniefnaaksturs. Karlmaður um tvítugt reyndist hafa neytt kannabis, að því er sýnatökur á lögreglustöð staðfestu. Í bifreið hans, sem úr barst mikil kannabislykt fannst glerkrukka með tveimur kannabispokum í. Annar ökumaður á svipuðum aldri reyndist einnig hafa neytt kannabis. Sá þriðji, karlmaður á þrítugsaldri var, auk kannabisneyslu, sviptur ökuréttindum.

Áður hafði kona á sjötugsaldri ekið á bómuhlið og í gegnum að aðstöðu Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli og þar með inn á lokaða öryggissvæði. Hún kvaðst hafa verið að leita að húsi vinkonu sinnar og hreinlega ekki séð bómuhliðið. Sýnatökur staðfestu að hún hafði neytt ópíumblandaðs efnis og kannabis.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024