Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ók í gegnum húsvegg
Föstudagur 13. febrúar 2009 kl. 23:06

Ók í gegnum húsvegg

- engin bremsuför

Það er óskemmtileg reynsla að lenda í árekstri og að lenda í árekstri við byggingar er örugglega eitthvað sem fólk vill ekki upplifa. Ökumaður þessa smábíls ók óhikað í gegnum vegg á nýju verslunarhúsi Samkaupa við Krossmóa í Njarðvík.

Bifreiðin hafnaði hálf inni í verslunarhúsinu og ef hún hefði ekki hafnað á burðarvirki hússins, stálbita af sterkustu gerð, þá hefði bifreiðin örugglega ekki stöðvað fyrr en hún var öll komin inn.

Áreksturinn var harður, enda engin merki um bremsuför utan við húsið og því hefur bílnum verið ekið á þó nokkurri ferð á húsið. Áður hafði bifreiðin farið yfir gangstétt og blómaker utan við húsið áður en hún staðnæmdist eins og á myndunum.

Að sögn lögreglu er ökumaður óslasaður eftir áreksturinn. Ekki er vitað hvað honum gekk til, en nánari frétta af málinu verður vonandi að vænta á morgun.



Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson - fréttasíminn 898 2222



---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024