66% af safnkosti Listasafns Reykjanesbæjar tengd Suðurnesjum
Í byrjun árs 2023 var ákveðið að gera rannsókn á safnkosti Listasafns Reykjanesbæjar og þar spurt hver eru tengsl verka í safnkosti við Suðurnesin?
Þann 30. janúar samanstóð safneign Listasafnsins af 1562 verkum. Af þeim voru: 1031 verk eftir listamann sem var fæddur, uppalinn, ættaður eða íbúi á Suðurnesjum, eða 66% af safnkosti.
Átján verk voru gefin af íbúa á Suðurnesjum, en verkin tengdust svæðinu ekki, eða 1,15% af safnkosti. Þá voru 83 verk tengd Suðurnesjum í gegnum efnistök eða tengsl listamanns við svæðið, eða 5,31%.