Ók í gegnum grindverk á skólalóð
Ökumaður virðist hafa misst stjórn á jeppabifreið með þeim afleiðingum að hún fór í gegnum grindverk á skólalóð Heiðarskóla í Keflavík. Atvikið átti sér stað síðasta föstudag.
Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um atvikið en börn á skólalóðinni sögðu að ökumaðurinn hafi hlaupið á brott. Lögregla var kölluð til og einnig dráttarbíll en talsverða lagni þurfti til að ná jeppanum ofan af steyptri undirstöðu girðingarinnar.