Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ók fram úr og á ljósastaur
Þriðjudagur 27. febrúar 2018 kl. 12:24

Ók fram úr og á ljósastaur

Nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Ökumaður sem ók fram úr bifreið á Reykjanesbraut missti vald á sinni bifreið með þeim afleiðingum að hún fór að hringsnúast á veginum, lenti á ljósastaur og endaði utan vegar.

Annar ökumaður virti ekki biðskyldu og ók á bifreið sem var á ferð eftir Stapabraut í Njarðvík.
Þá var bifreið ekið á kerru sem stóð á miðjum Garðvegi, beislið á kerrunni hafði brotnað og ekki tekist að fjarlægja hana í tæka tíð áður en óhappið varð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki í þessum óhöppum en nokkurt eignatjón.