Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ók drukkinn utan í bíl á Brautinni
Laugardagur 31. desember 2005 kl. 14:20

Ók drukkinn utan í bíl á Brautinni

Á áttunda tímanum í morgun var tilkynnt um hugsanlega ölvaðan ökumann á Reykjanesbraut við Njarðvík sem hafði ekið utan í aðra bifreið við framúrakstur á Reykjanesbrautinni. För bifreiðarinnar var því næst heitið til Grindavíkur þar sem lögreglan handtók ungan mann sem svaf undir stýri bifreiðarinnar sem var í bifreiðastæði við heimahús þar í bæ. Maðurinn var vistaður í fangaklefa og verður færður til yfirheyrslu þegar áfengisvíman verður runnin af honum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024