Ók drukkinn um götur Keflavíkur
Lögreglan á Suðurnesjum svipti í fyrradag ökumann ökuréttindum sínum tímabundið, þar sem hann ók drukkinn um götur Keflavíkur. Þarf hann að endurtaka ökuprófið að sviptingartímanum liðnum. Einnig reyndist hann vera á ótryggðum bíl og voru skráningarnúmerin því tekin af bílnum.
Þá var annar ökumaður handtekinn í Reykjanesbæ, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu þann grun og reyndist hann hafa neytt amfetamíns og kannabisefna.