Sunnudagur 1. janúar 2006 kl. 14:01
Ók drukkinn á bíl fyrir utan Stapa
Fólksbifreið var ekið aftan á jeppabifreið á Njarðarbraut, móts við félagsheimilið Stapa á öðrum tímanum í nótt.
Ökumaður fólksbifreiðarinnar er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og gistir fangageymslu vegna málsrannsóknar. Bifreiðin var tekin burtu með kranabifreið.