Ók dottandi utan í vegrið
Ökumaður sem ók utan í vegrið á Grindavíkurvegi í vikunni kvaðst hafa dottað undir stýri og því farið sem fór. Hann leitaði til læknis eftir óhappið og reyndist tognaður og marinn víða á líkamanum.
Allmörg umferðaróhöpp til viðbótar hafa orðið í umdæminu það sem af er vikunni en engin alvarleg slys á fólki.
Fáeinir ökumenn voru teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur og nokkrir kærðir fyrir hraðakstur.