Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ók dópaður á mikilli ferð inn í íbúðahverfi
Föstudagur 7. nóvember 2008 kl. 09:50

Ók dópaður á mikilli ferð inn í íbúðahverfi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Síðdegis í gær mældi lögregla fólksbifreið á 124 km hraða á Reykjanesbraut, við Hafnaveg, en hámarkshraði þar er 70 km/klst. Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum og ók á mikilli ferð inn í íbúðarhverfi á Vallarheiði. Eftir nokkra eftirför missti ökumaður stjórn á bifreiðinni og hafnaði á girðingu. Ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fannst lítilræði af kannabisefnum í fórum hans. Ökumaður er auk þess réttindarlaus. Bifreiðin skemmdist mikið og var dregin af vettvangi með kranabifreið.