Ók án ökuréttinda með amfetamín í krukku
Tæplega fertugur ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í nótt reyndist vera undir áhrifum blöndu af sterkum fíkniefnum að því er sýnatökur á lögreglustöð sýndu. Í bifreið ökumannsins fannst svo meint amfetamín í krukku og innan klæða var viðkomandi með tvo poka af amfetamíni sem komu í ljós við öryggisleit. Að auki ók ökumaðurinn sviptur ökuréttindum.
Annar ökumaður sem einnig var tekinn úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur ók sviptur ökuréttindum.