Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ók á steypustykki
Þriðjudagur 27. mars 2007 kl. 09:09

Ók á steypustykki

Nú undir morgun barst lögreglunni tilkynning um að bifreið hefði verið ekið á steypustykki á Reykjanesbrautinni á milli Vogavegar og Grindavíkurvegar, en þar eru vegaframkvæmdir.  Engin meiðsl urðu á fólki en bifreiðin skemmdist nokkuð og var dregin á brott með dráttarbifreið.

Eigendur eða umráðamenn fimm ökutækja voru í gær  boðaðir með ökutækin sín til skoðunar vegna vanrækslu á aðalskoðun og endurskoðun.  Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni og mældist sá er hraðar ók á 118 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024