SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Ók á staur við Biðskýlið í Njarðvík
Bifreiðin er skemmdist töluvert eins og sjá má. VF-myndir Olga Björt
Þriðjudagur 9. desember 2014 kl. 14:09

Ók á staur við Biðskýlið í Njarðvík

Var að forðast aftanákeyrslu.

Bifreið var ekið á staur við Biðskýlið í Njarðvík á þriðja tímanum. Að sögn ökumannsins var hann að forðast að aka aftan á bifreið sem var snarhemlað fyrir framan hann. Því tók hann þá ákvörðun að sveigja bifreið sinni upp á grasið hægra megin en tók ekki eftir staurnum sem þar stóð. 

Töluverður viðbúnaður var hjá lögreglu og voru tveir sjúkrabílar sendir á staðinn. Lögreglumaður á vettvangi sagði viðbúnaðinn hafa verið svo mikinn vegna þess að tilkynningin sem þeim barst gaf tilefni til þess. Engin slys urðu á fólki og fór betur en á horfðist. 

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Töluverð hálka er víða og borgar sig að fara með gát. 

Hjólförin að staurnum. 

Staurinn sem bifreiðinni var ekið á.  

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025