Ók á skilti og ljósastaur
Ökumaður missti vald á bifreið inni laust eftir miðnættið skammt austan við Vogaveg. Hann ók á umferðarmerki sem gefur til kynna lækkun á ökuhraða, þaðan rann bifreiðin á ljósastaur sem brotnaði við áreksturinn. Mildi þykir að engan skyldi saka við óhappið. Bifreiðin skemmdist mikið og var fjarlægð með kranabíl.
Sex ökumenn voru kærðir í gær fyrir hraðakstur í umdæmi Suðurnesjalögreglunnar.