Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ók á risastórt grjót
Áreksturinn á gatnamótum Valhallarbrautar og Flugvallarbrautar. VF-mynd: Hilmar Bragi
Laugardagur 15. febrúar 2014 kl. 12:57

Ók á risastórt grjót

Ökumaður, sem ók inn á iðnaðarsvæði í Keflavík í fyrrakvöld varð fyrir því óhappi að bifreið hans hafnaði á risastóru grjóti í útjaðri svæðisins með þeim afleiðingum  að líknarbelgir í hennar sprungu út. Bifreiðin skemmdist mikið við áreksturinn og þurfti að fá kranabifreið til að fjarlægja hana. Ökumaðurinn, rúmlega tvítug kona, var færð til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Þá varð í vikunni harður árekstur á gatnamótum Valhallarbrautar og Flugvallarbrautar. Ökumaður og farþegi annarar bifreiðarinnar voru fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en fengu að fara heim að lokinni aðhlynningu. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar slapp ómeiddur.

Loks varð harður árekstur á Reykjanesbraut. Ökumenn bifreiðanna, svo og tveir farþegar í annarri þeirra, fóru til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024