Ók á ljósastaur við Njarðvík
Ungur ökumaður slapp nánast óslasaður eftir að hann ók á ljósastaur á aðrein að Reykjanesbraut við Njarðvík um fimm leytið í morgun.
Ökumaður var á um 40-50 kílómetra hraða á þegar hann ók á staurinn en að sögn lögreglu voru þar bílbelti sem björguðu því að ekki fór verr. Bíllinn er nokkuð skemmdur en þó ökufær.