Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ók á ljósastaur
Mánudagur 30. apríl 2007 kl. 09:34

Ók á ljósastaur

Bifreið var ekið á ljósastaur á Reykjanesbraut skammt vestan við Vogaveg um miðjan daginn í gær. Ökumaður, sem var einn á ferð, sakaði ekki en bifreiðin er mikið skemmd og var hún flutt af vettvangi með dráttarbifreið.

Þá voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut, Annar ökumaðurinn var á 136 km þar sem hámarkshraði er 90 og hinn var á 105 km þar sem hámarshraði er 70 km.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024