Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ók á íbúðarhús þar sem börn voru að leik
Það sér talsvert á húsinu eftir ákeyrsluna.
Föstudagur 22. ágúst 2014 kl. 16:08

Ók á íbúðarhús þar sem börn voru að leik

Sami ökumaður ók á einstakling við verslun fyrr í vikunni

Litlu mátti muna að illa færi þegar jeppabifreið ók inn í garð og á íbúðarhús við Vatnsholt í Reykjanesbæ á miðvikudaginn. Svo virðist sem bíllinn, sem var kyrrstæður í bílastæði í næsta húsi, hafi skyndilega tekið af stað með þeim afleiðingum að bíllinn fór í gegnum grindverk, keyrði niður tvo pósta sem standa við útidyrnar og hafnaði á húsinu. Aðeins örfáum andartökum áður en bíllinn ók inn í garðinn höfðu þrír ungir drengir verið að leik á trampolíni í garðinum og skófatnaður þeirra var á grasinu.

„Ég hljóp strax til og athugaði hvort einhver væri undir bílnum,“ segir íbúi í húsinu sem skemmdist talsvert eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Íbúanum var skiljanlega brugðið en enginn slasaðist í óhappinu.

Samkvæmt öruggum heilmildum Víkurfrétta þá lenti sama jeppabifreið í umferðaróhappi fyrir utan verslun í Hólmgarði í síðustu viku þar sem jeppanum var ekið á fólksbifreið þar sem kona varð á á milli jeppans og fólksbílsins. Aðilinn sem var farþegi í fólksbifreiðinni segir í samtali við Víkurfréttir að atvikið hafi verið eins og í lygasögu, þar sem hún hafi skyndilega verið klemmd milli bifreiða á miðju bílaplani. Aðilinn er talsvert slasaður og svo virðist sem hné hafi skaddast talsvert.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglan staðfestir að óhappið við Hólmgarð hafi átt sér stað og að flytja hafi þurft tvo á heilsugæslu til aðhlynningar. Lögreglan segir að enginn grunur hafi legið á að ökumaður í óhappinu við Hólmgarð hafi verið undir áhrifum vímuefna en slíkar upplýsingar liggi ekki fyrir varðandi málið á Vatnsholti. Í báðum tilfellum var um að ræða bíl af sömu tegund og sama lit, þar sem ökumaður var kona af erlendu bergi brotin. Lögregla gat ekki staðfest að um sama ökumann sé að ræða.

.

Myndir af vettvangi við Vatnsholt.

 

[email protected]