Ók á brott eftir árekstur
Ökumaður flutningabifreiðar óskaði eftir lögreglu snemma í gærmorgun þar sem hann hafði lent í árekstri við aðra flutningabifreið á Grindavíkurvegi við Seltjörn. Ökumaður hinnar bifeiðarinnar hafði ekið af vettvangi og virðist ýmislegt benda til þess að hann hafi ekki orðið var við áreksturinn. Bifreiðunum hafði verði ekið í gagnstæðar áttir. Flutningabifreið sú sem ók af vettvangi er talin vera rauð að lit. Bifreiðin sem var á vettvangi var með brotinn hliðarspegil og dældaða bílstjórahurð.