Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ók á 80 í götu með 30 km hámarkshraða
Mánudagur 7. apríl 2014 kl. 09:33

Ók á 80 í götu með 30 km hámarkshraða

Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af tæplega tvítugum ökumanni sem ók á mikilli ferð um götur Keflavíkur. Á vegarkafla, þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund ók hann á 80 kílómetra hraða, meðal annars um svæði þar sem margt fólk var á ferli. Að auki reyndist hann ekki vera með ökuskírteinið meðferðis. Hann var kærður fyrir hið síðarnefnda, auk hraðakstursins.

Sjö ökumenn til viðbótar voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu um helgina. Öll áttu brotin sér stað á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók mældist á 130 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Tveir af ökumönnunum sjö voru erlendir ferðamenn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá hafði lögregla afskipti af ökumanni sem ók bifreið án skráningarnúmera eftir Reykjanesbraut. Ökumaðurinn greiddi 7.500 króna sekt á staðnum. Loks voru skráningarnúmer fjarlægð af ótryggðri bifreið.