Ók á 146 km hraða á Reykjanesbraut

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann í gær sem ók á 146 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Ökumaður bifreiðarinnar reyndist ekki vera orðinn lögráða og tilkynnti lögreglan á Suðurnesjum málið til barnaverndarnefndar.
Lögreglan stöðvaði annan ökumann sem var ekki heldur með ökuréttindi og var mál hans einnig tilkynnt til barnaverndarnefndar.
Þriðji ökumaðurinn sem lögreglan stöðvaði var handtekinn vegna gruns um ölvunarakstur.