Óheimilt er að byggja hús eða mannvirki sem skyggt gætu á Vatnsnesvita
„Óheimilt er að byggja hús eða mannvirki sem skyggt gætu á leiðarmerki frá sjónum á þeim boga sjóndeildarhringsins þar sem því er ætlað að þjóna sjófarendum, og hæfilega langt til beggja handa. Getur [Vegagerðin] látið rífa húsið eða mannvirkið á kostnað eiganda þess ef brotið er á móti þessu.“
Þetta kemur fram í afgreiðslu hafnarstjórnar Reykjanesbæjar sem samþykkt var samhljóða sem svar við fyrirspurn frá Jóni Stefáni Einarssyni, arkitekt, um áhrifasvæði Vatnsnesvita í tengslum við uppbyggingu á Vatnsnesinu.