Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Óhefðbundin ljósaskipti í Grindavík - dimmt öskuský yfir bænum
Mánudagur 23. maí 2011 kl. 01:38

Óhefðbundin ljósaskipti í Grindavík - dimmt öskuský yfir bænum

Ljósaskiptin í Grindavík í kvöld voru með óhefðbundnum hætti. Á sama tíma og sólin settist lagðist þykkt öskuský frá Grímsvatnagosinu yfir bæinn og þegar þetta er skrifað, á öðrum tímanum í nótt, er skýið komið yfir allan Reykjanesskagann.

Það er óhætt að segja að ljósaskiptin hafi verið sérstök upplifun og meðfylgjandi myndir sem teknar voru í Grindavík seint í kvöld segja meira en mörg orð um þá upplifun.

Helga Guðrún Sævarsdóttir í Grindavík tók tvær myndir sem hér birtast í Þórkötlustaðarhverfi en aðrar myndir í þessari syrpu tók Hilmar Bragi Bárðarson, ljósmyndari Víkurfrétta.



Horft frá bílastæðinu við íþróttahúsið í átt að Þorbirni.



Grátt öskuský yfir nýja tjaldstæðinu í Grindavík.




Askan í loftinu í Þórkötlustaðahverfi. Mynd: Helga Guðrún Sævarsdóttir




Askan í loftinu í Þórkötlustaðahverfi. Mynd: Helga Guðrún Sævarsdóttir




Dimmt öskuskýið yfir Grindavíkurbæ við sólsetur í kvöld.



Það voru fáir á ferli í Grindavík og vonandi flestir búnir að loka gluggum enda fínt ryk í lofti.




Svona var umhorfs við lífæðina í Grindavík.



Orkuverið í Svartsengi. Dökkt skýið búið að leggjast yfir allan Reykjanesskagann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024