Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

Mánudagur 8. janúar 2001 kl. 13:21

Ógnaði fólki með haglabyssu

Karlmaður var handtekinn í Sandgerði á aðfaranótt sunnudags eftir að hafa ógnað hópi fólks með haglabyssu og barið mann í höfuðið með vopninu. Sá hlaut talsverða áverka eftir líkamsárásina en það brotnaði í honum tönn og hann er einnig mikið bólginn í andliti.
Lögreglan í Keflavík fékk tilkynningu um mikil slagsmál og ólæti í Sandgerði og fór á staðinn. Hópur fólks tók á móti lögreglu og sagði að maður þar í bæ hefði komið hlaupandi frá heimili sínum með haglabyssu, miðað henni á einn úr hópnum og barið hann síðan í höfuðið með skeftinu. Árásarmaðurinn var handtekinn og færður til yfirheyrslu á lögreglustöðinni í Keflavík. Húsleit var gerð á heimili hans og hald lagt á haglabyssuna.
Við yfirheyrslur kom í ljós að mennirnir tveir hefðu báðir verið að skemmta sér á Vitanum í Sandgerði fyrr um kvöldið. Ósætti kom upp á milli þeirra en vitni greinir nokkuð á um nákvæman aðdraganda málsins. Málið telst upplýst.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25