Og Vodafone eflir GSM kerfið fyrir Ljósanótt
Og Vodafone hefur stækkað GSM kerfi sitt fyrir Ljósanótt. Markmiðið er að tryggja hnökralaus samskipti hjá GSM notendum þar sem gera má ráð fyrir fjölda gesta í Reykjanesbæ þá daga sem hátíðin stendur yfir. Og Vodafone hefur lagt mikla áherslu á bætt GSM samband víða um land í sumar, einkum í kringum stórviðburði, svo sem tónleika og útihátíðir.