Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 25. apríl 2003 kl. 16:25

Og Vodafone eflir farsímakerfi

Unnið er að víðtækum breytingum og eflingu á farsímaneti Og Vodafone á Suðunesjum. Félagið rak áður tvö farsímanet á þessu svæði og hafa þau nú verið sameinuð. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að ýmsum breytingum á farsímanetinu til að gera það betur í stakk búið að taka við aukinni umferð. Samhliða því hafa verið settir upp tveir nýir sendar á Suðunesjum. Annar er staðsettur í Vogum en hinn í miðbæ Reykjanesbæjar. Á heildina litið efla þessar breytingar þá þjónustu sem Og Vodafone veitir viðskiptavinum sínum á Suðurnesjum og bætir talssamband til muna. Gagnaflutningsþjónusta um farsíma eða svo kölluð GPRS þjónusta verður hins vegar takmörkuð um sinn hjá þeim sem voru með GSM þjónustu hjá Íslandssíma. Unnið er að nánari útfærslu á breytingum á kerfinu til að koma þeirri þjónustu á fyrir alla viðskiptavini Og Vodafone. Búast má við því að því verki ljúki innan skamms.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024