Miðvikudagur 17. mars 2004 kl. 09:27
Ofurölvi í vorverkunum?
Rétt fyrir hádegið í gærdag var lögreglunni í Keflavík tilkynnt um ofurölvi mann sem var í húsgarði við Hátún í Reykjanesbæ. Lögreglumenn héldu á staðinn og óku ölvaða manninum til síns heima, en ekki er vitað hvort maðurinn sinnti vorverkum í garðinum þegar lögregluna bar að garði.