Föstudagur 2. janúar 2004 kl. 12:08
Ofurölvi ekið heim á nýársnótt
Skömmu fyrir kl. 03 á nýársnótt var tilkynnt um ofurölvi mann innan um ungmenni í skrúðgarðinum í Keflavík. Lögreglumenn fóru á staðinn og fundu manninn þar sem hann hafði lagst útaf utan við skemmtistaðinn Paddýs á Hafnargötu í Keflavík. Manninum var ekið til síns heima.