Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ofurkraftur í hjólaköppum sem eru komnir á Egilsstaði!
Miðvikudagur 7. júní 2006 kl. 22:45

Ofurkraftur í hjólaköppum sem eru komnir á Egilsstaði!

Einhver óútskýrður ofurkraftur hefur gripið hjólakappana sem nú eru á hringferð um Ísland. Þeir lögðu upp frá Höfn í Hornafirði í morgun og áfangastaðurinn var Stöðvarfjörður. Þegar 100 kílómetrar voru að baki við Djúpavog og fjórmenningarnir að gefast upp eftir að hafa rignt niður í úrhelli í allan morgun, kom yfir þá ofurkraftur og stefnan tekin alla leið á Egilsstaði. Þeir réðust heldur ekki á garðinn þar sem hann var lægstur, því á fjallveginn um Öxi var lagt á hjólunum fjórum í fylgd Árna Óla á þjónustubílnum. Okkar menn voru síðan að „lenda“ á Egilsstöðum fyrir nokkrum mínútum. Þar var tekið á móti þeim með viðhöfn. Frá því verður greint í pistli sem er væntanlegur frá okkar mönnum fyrir miðnætti.
Jóhannes A. Kristbjörnsson, einn fjórmenninganna, sagði í samtali við Víkurfréttir að þeir félagarnir væru gjörsamlega útkeyrðir og áttu þeir allt eins von á því að sofna ofan í súpuskálina í kvöld... Nánar í pistli síðar í kvöld.

Myndir með pósti
Það er að frétta af ljósmyndum frá áfanganum milli Kirkjubæjarklausturs og Hafnar í Hornafirði að þær voru settar á geisladisk og póstlagðar í dag ásamt videomyndum. Þær eru væntanlegar til okkar á morgun, fimmtudag og verða settar á vefinn um leið og þær berast.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024