Oft hætta á ferðum í umferðinni!
Það er ástæða til að hvetja ökumenn til að fara varlega í umferðinni þessa dagana. Skólarnir eru byrjaðir og fjöldinn allur af ungu fólki er kominn á kreik snemma morguns á leið í skólann. Ljósmyndari Víkurfrétta tók meðfylgjandi mynd í Njarðvík og sýnir hún unga hnátu skjótast framhjá vörubifreið við helstu umferðargötu bæjarins.Það er því miður alltof algengt að börn noti ekki gangbrautir, heldur treysti á að ökumenn stoppi og hleypi sér yfir. Í þessu tilviki var ljósmyndari í bifreið á eftir vörubifreiðinni sem hægði á til að hleypa barninu yfir. Á eftir ljósmyndaranum kom síðan annar bíll sem ætlaði að taka framúr. Það tókst að stöðva í tíma. Förum varlega í umferðinni!