Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ofsaakstur undir áhrifum fíkniefna
Þriðjudagur 12. mars 2013 kl. 05:12

Ofsaakstur undir áhrifum fíkniefna

Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo ökumenn um helgina vegna gruns um fíkniefnaakstur. Sést hafði til annars þeirra aka á ofsahraða á Reykjanesbrautinni, samkvæmt tilkynningu frá vegfaranda. Lögregla færði manninn, sem er um tvítugt, á lögreglustöð. Sýnatökur þar sýndu að hann hafði neytt kannabisefna.

Akstur hins mannsins, sem er á svipuðum aldri, var stöðvaður í Keflavík. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu að hann hefði neytt kókaíns og kannabis. Hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024