Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ofsaakstur í Innri-Njarðvík
Föstudagur 22. júlí 2011 kl. 09:43

Ofsaakstur í Innri-Njarðvík

Lögreglu var tilkynnt um ofsaakstur og mikinn atgang í íbúðarhverfi við Tjarnarbraut í Innri-Njarðvík um klukkan 4 í nótt.

Svo virðist sem birfeið hafi verið ekið yfir fjölmarga garða í hverfinu og loks hafi hún staðnæmst á hól hjá Tjarnarbraut og líklegast fengið þar mikinn skell því bifreiðin var í annarlegu ástandi eins og sjá má á myndunum. Það sama átti líklega við um ökumanninn og félaga hans því þeir voru báðir handteknir grunaðir um ölvunarakstur.

VF-Myndir: Eyþór Sæm

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024